Fyrirtækið Titus ehf.
Titus ehf. er stofnað af hjónunum Kristínu Jónu Grétarsdóttur og Baldvini Bjarnasyni og hóf starfsemi 2016.
Tilgangur Titusar er að auka lífsgæði fatlaðra og hreyfiskertra einstaklinga í samfélagi okkar bæði með aðgengis- og ferlimálum auk þess að bæta starfsumhverfi í heilbrigðisstéttum.
Skyldur félagsins eru fyrst og fremst gagnvart samfélaginu og síðan gagnvart eigendum.
Hugmyndin var að nýta þekkingu og reynslu Kristínar og Baldvins en þau eiga fatlað barn sem þau eru búin að vera að sinna síðastliðin tuttugu og sjö ár.
Kristín Jóna hefur starfað sem formaður Einstakra barna sem er hagsmunasamtök fyrir börn með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma.
Baldvin sinnir einnig mikið félagsmálum en hann var í stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og er í sjálfboðnu starfi fyrir kirkjuna, en þessu hefur hann sinnt í mörg ár. Baldvin hefur einnig starfað við sölu og þjónustu á heilbrigðissviði í tuttugu ár.
Fyrsta vörumerki félagsins var Otopront og sérhæfði félagið sig í vörum fyrir Háls-, nef- og eyrnalækna en hefur nú bætt við sig nokkrum vörumerkjum. Titus mun sinna öllum þáttum vörumerkja sinna svo sem: innflutningi, sölu, viðhaldi, þjónustu og svo ráðgjöf til notenda í formi endurþjálfunar.
Allur lager er í húsnæði Titusar og aðgengilegur allan sólarhringinn.
Titus rekur sitt eigið þjónustusvið sem sér um alla þjónustu er snýr að vörumerkjum sem fyrirtækið selur og hefur á að skipa sérþjálfuðu starfsfólki til þess.
Húsnæði Títusar er í Turnahvarfi 6N, þar eru skrifstofur, lager og sýningarsalur.
Allar frekari upplýsingar eru góðfúslega veittar.
Baldvin Bjarnason 453-8000 / 853-4740